Fimmtán ára piltur var lagður inn á sjúkrahús eftir að hafa stungið USB-kapli upp þvagrásina sína. Samkvæmt grein á Urology Case Reports var pilturinn að reyna að mæla lengd getnaðarlims síns að innan.

Pilturinn, sem er búsettur á Bretlandi, var lagður inn á sjúkrahús eftir að hann náði ekki að taka kapalinn út aftur. Mun hann hafa bundið hnút á kapalinn. Talsvert magn að blóði var í þvagi hans.

„Tveir endar USB-kapalsins lágu út úr þvagrásinni, miðjuhluti kapalsins var með hnút og sat fastur,“ segir í skýrslu lækna. „Sjúklingurinn var að öðru leyti í góðu líkamlegu ásamkomulagi og ekki með neina sögu um geðræn vandamál.“

Þegar móðir piltsins hafi yfirgefið skoðunarherbergið á sjúkrahúsinu viðurkenndi hann fyrir læknum að tilgangurinn hefði verið að mæla lengd getnaðarlims síns. Hann hafi ekki notað kapalinn í kynferðislegum tilgangi.

Ekki einsdæmi

Teymi lækna reyndi að fjarlægja kapalinn með stækka þvagrásina en án árangurs. Gera þurfti skurðaðgerð með því að opna svæðið við endaþarmsopið til að klippa hnútinn innan frá, kapalinn var svo dreginn út. Sjúklingurinn var fljótur að ná sér og var útskrifaður stuttu eftir aðgerðina.

Fram kemur í greininni að þetta sé ekki einsdæmi. „Skrásett hafa verið mörg sambærileg atvik þar sem búið er að stinga inn nálum, prjónum og jafnvel pistasíuskeljum.“ Yfirleitt eru málin tengd geðrænum vandamálum, kynlífi eða neyslu vímuefna.