Fjór­tán ára dreng­ur var í dag dæmd­ur sek­ur af kvið­dóm­i í Bret­land­i fyr­ir að hafa stung­ið tólf ára stelp­u til bana í nóv­emb­er í fyrr­a. Sky news greinir frá þessu.

Stelp­an, sem hét Ava Whit­e lent­i í út­i­stöð­um við strák­inn og vini hans eft­ir að þeir tóku hana og vin­kon­ur henn­ar upp á snjall­for­rit­in­u Snapch­at. Ava bað þá um að eyða mynd­band­in­u og hljóp í átt að þeim þeg­ar einn strák­ann­a stakk hana í háls­inn.

Sak­sókn­ar­i í mál­in­u, Char­lott­e New­ell sagð­i að við­brögð stráks­ins hefð­u ver­ið að hlæj­a og hlaup­a í burt­u, á með­an líf­ið fjar­að­i úr Ava.

Strák­ur­inn var hand­tek­inn stutt­u eft­ir á­rás­in­a, en hann harð­neit­að­i að hafa stung­ið Ava. Hann sagð­i að hann hefð­i ver­ið að spil­a tölv­u­leik­i hjá vini sín­um, áður en hann reynd­i að kenn­a öðr­um strák um á­rás­in­a.

Að lok­um við­ur­kennd­i hann að hafa stung­ið Ava í sjálfs­vörn, en hann var hrædd­ur þeg­ar hún hljóp að þeim og bað þá um að eyða mynd­band­in­u.

Strák­ur­inn mun fá dóm næst­u dög­um.