Lög­reglan á Suður­nesjum barst í vikunni til­kynning um að við­skipta­vinur hefði stungið af frá ó­greiddum reikningi í Bláa lóninu, að því er fram kemur í til­kynningu.

Lög­reglu­menn höfðu upp á manninum þar sem hann var lagður af stað í burtu og var honum snúið til baka. Eftir við­ræður við hann sam­þykkti hann að greiða reikninginn og var við það laus allra mála.

Þá hafði lög­reglan í vikunni af­skipti af öku­manni vegna gruns um fíkni­efna­aksturs. Öku­maðurinn reyndist að auki vera án öku­réttinda. Þá var annar öku­maður sem stöðvaður var einnig verið sviptur öku­réttindum og var þða í fjórða sinn sem lög­regla hafði af­skipti af honum.

Fá­einir öku­menn til við­bótar voru teknir úr um­ferð vegna gruns um vímu­efna­akstur. Þá voru nokkrir öku­menn kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningar­númer fjar­lægð af fá­einum bif­reiðum sem voru ó­skoðaðar eða ó­tryggðar.