Stærstu vef­síður veraldar láu niðri í morgun í ýmsum heimshlutum. Ekki var hægt að heim­sækja vef­síður frétta­miðla CNN, Telegraph og The Guar­dian. Svo virðist vera sem að vafri hýsingaraðilans Fastly sé hruninn. Ekki hefur komið fram hvort um sé að ræða netárás. Viðgerðum er nú lokið, samkvæmt nýrri tilkynningu frá Fastly.

Þá eru aðrar síður einnig niðri líkt og Amazon, Reddit, Pin­terest, Kickstar­ter, Spoti­fy, Hulu, PayPal, VMEO, Ebay og Im­gur.

Á tækni­frétta­síðunni TechCrunch segir að vand­ræði hýsingar­aðilans Fastly sé um að kenna. Samkvæmt upplýsingum frá Fastly er nú unnið að viðgerðum. Fastly heldur uppi svokölluðu CDN neti.

Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er CDN net sem sér um að dreifa og deila öllu því sem viðkemur internetinu, til dæmis efni, líkt og kóðum, leturgerðum, myndum og álagi.

Fréttin uppfærð kl. 11:01:

Samkvæmt upplýsingum frá Fastly er viðgerðum nú lokið. Segir í tilkynningu að notendur gætu upplifað mismikinn hraða á meðan kerfið kemst aftur í lag.

Á vef hýsingaraðilans kemur fram að búið sé að laga það sem fór úrskeiðis.
Fréttablaðið/Skjáskot
Þetta blasir við notendum sem reyna að heimsækja vefsíður miðla líkt og CNN.
Fréttablaðið/Skjáskot