Áköf jarðskjálftahrina hefur verið í gangi rétt norðan við Herðubreið frá því í gærkvöldi. Alls hafa þrír skjálftar verið yfir þrjá af stærð, sá stærsti 4 að stærð, það er stærsti skjálfti sem mælst hefur við Herðubreið frá upphafi mælinga, að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.
Yfir 100 skjálftar hafa mælst samkvæmt Veðurstofu Íslands.
„Skjálftarnir eru innan áhrifasvæðis Öskju-kerfisins, en það hefur verið stöðugt landris við Öskjuvatn í meira en ár,“ segir í Facebook-færslu hópsins.
Ekki hefur gosið í Öskjukerfinu í 61 ár en hópurinn segir hrinan sem nú er í gangi geta verið til marks um aukna virkni innan kerfisins.