Gleðigangan sem fer fram í dag sem hluti af dagskrá Hinsegin daga verður sú lengsta sem hefur farið fram hér á landi og skemmtiatriðin vera fleiri en nokkru sinni, segir Lilja Ósk Magnúsdóttir, göngustjóri, í samtali við RÚV. Gangan hófst klukkan tvö í dag.

Lilja sagði að gangan væri einn og hálfur kílómetri, töluvert lengri en nokkru sinni áður. Hún sagði það flóknara að skipuleggja þessa göngu en það hefur verið, því nú þurfi að skipuleggja hana í þremur lengjum af því að gönguleiðinni var breytt. Hingað til hefur hún alltaf verið ein löng röð.

Fólk flykktist að Skólavörðuholti rétt fyrir tvö.
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS

Í ár verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju, en hugmyndin var að reyna að nálgast upprunann í tilefni af 20 ára afmæli Hinsegin daga. Fyrst fór gangan niður Laugaveg. „Þetta er sama tilfinningin,“ sagði Lilja í samtali við RÚV.

Hún sagði gönguna mjög fjölbreytta, það verði bókabíll og barnaatriði frá Gunna og Felix, en líka brúðkaup og svo verði BDSM félagið með leynigest.

Þjóðargersemarnar Gunni og Felix tóku að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS

Frábær stemmning á Skólavörðuholti

Skömmu áður en gangan hófst tóku Gunni og Felix, sem eru í fremsta bílnum, hljóðprufu og blaðamaður Fréttablaðsins segir að þó að þetta væri aðeins prufa hafi allt Skólavörðuholtið dansað með og allir hafi verið með bros á vör.

Þyrla Landhelgisæslunnar flaug yfir.
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS

Margir hafa verið að selja alls kyns fána og bönd til að fólk geti sýnt samstöðu og ungir sem aldnir hafa stoppað til að kaupa slíkan varning.

Þó sólin sé á lofti er kaldur vindur, en það eru samt allir hressir og láta það ekki á sig frá.

Handtaka í byrjun göngunnar

Fregnir hafa borist af því að einn aðili hafi verið handtekinn við upphaf göngunnar. Svo virðist sem viðkomandi hafi haldið á einhvers konar mótmælaskilti, en ekki er vitað hvað viðkomandi gekk til né hvers vegna lögreglan handtók þennan aðila.

Svo virðist sem einn aðili hafi verið handtekinn við upphaf göngunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS

Lokanir

Nokkrum götum hefur verið lokað vegna göngunnar. Göturnar sem eru lokaðar eru götur í kringum Hallgrímskirkju, göturnar sem gangan fer um og götur sem liggja að þeim. Gatan fer Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum.

Hér sjást lokanirnar.
FACEBOOK/LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Sænski sendiherrann tók líka þátt í hátíðahöldunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEINGERÐUR
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS
FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS