Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði mikil­vægt að muna að CO­VID-19 far­aldrinum verður ekki lokið hér á landi fyrr en honum lýkur um allan heim.

„CO­VID er hvergi lokið og CO­VID fárinu lýkur ekki fyrr en því lýkur í heiminum öllum,“ sagði Þór­ólfur sem minnti á að það myndu komu upp ný af­brigði sem þyrfti að takast á við og á­skoranir eftir bólu­setningu og sagði það á­kvörðun stjórn­valda að á­kveða hvaða að­gerðir ætti að grípa til.

Þór­ólfur fór yfir stöðu mála á­samt Víði Reynis­syni á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna. Hann sagði það ljóst að út­breiðsla smita hafi aukist síðustu tvær til þrjár vikurnar og sagði það hafa gerst í kjöl­farið á til­slökunum í byrjun júlí þegar innan­lands­smit voru í lág­marki og stór hluti lands­manna var orðinn bólu­settur.

Hann sagði að Delta af­brigðið hafi al­ger­lega tekið yfir og að það væri ljóst að full­bólu­settir geti smitast auð­veld­lega og smitað aðra.

„Bólu­setning er ekki að skapa það hjarðó­næmi sem vonast var til,“ sagði Þór­ólfur á fundinum.

Hóp­smit rakin til skemmti­staðar og hóp­ferða

Hann sagði að rað­greining sýndi að upp­runa má rekja til hóp­ferða til London og Krítar og til skemmti­staðar í mið­bæ Reykja­víkur.

Þór­ólfur sagði að nú værum við að upp­lifa stærstu bylgju CO­VID-19 far­aldursins hér á landi og að það eigi eftir að koma í ljós hvort að tak­markanirnar sem tóku gildi í síðustu viku séu nóg til að hamla honum.

Hann fór yfir fjölda þeirra sem hafa þurft að leggjast inn en í bylgjunni hafa um 24 lagst inn sem er um 1,6 prósent þeirra sem hafa veikst. Í fyrri bylgjum var það hlut­fall um fjögur til fimm prósent. 70 prósent af þeim sem að hafa greinst frá 1. júlí hafa verið full­bólu­sett og hlut­fall þeirra sem eru bólu­sett sem hafa þurft að leggjast inn er eitt prósent. Hlut­fall þeirra sem eru smituð og eru óbólu­sett og hafa þurft að leggjast inn eru 2,4 prósent.

„Við erum að sjá vörn af bólu­setningunni af al­var­legum veikindum,“ sagði Þór­ólfur en að enn væri lítið vitað um á­hrifin meðal eldra fólks og við­kvæmra hópa.

Þá fór Þór­ólfur yfir bólu­setningar þeirra sem fengu Jans­sen en þeim verður boðin auka sprauta af Pfizer eða Moderna og svo kemur í ljós á næstu vikum hvort að börnum á aldrinum 12 til 15 ára verður boðin bólu­setning.