Egill Einarsson er nú, ásamt fjölda annara Íslendinga, staddur á Tenerife. Hann heimsækir eyjuna í þriðja sinn á árinu.
Hann deilir mynd af sóttvarnarbroti á Instagram-reikningi sínum í dag, og deilir myllumerkinu #zerofucks, sem þýða má sem drullusama. Egill birtir í beinu framhaldi skjáskot af frétt Morgunblaðsins sem segir frá því að aðeins 6 megi koma saman. Við skjáskotið birtir hann svo hlátur-lyndistákn.


Heimastjórnin á Kanarí ákvað þann 16. Desember síðastliðinn að eyjarnar Tenerife og Gran Canaria yrðu færðar upp á þriðja sóttvarnarstig. Metfjöldi smita hafði greinst í vikunni áður og var það mesti fjöldi smita sem greinst hafði á svæðinu frá upphafi faraldursins.
Hlutfall bólusettra á eyjunum er undir meðallagi á Spáni, þar sem um þriðjungur íbúa hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Níu hundruð þúsund manns eru með skráða búsetu á Tenerife.
Í gær mældust 2314 ný smit á eyjunni sem bættust við 19142 virk smit sem skráð voru á svæðinu. Þrír létust á Tenerife í gær vegna veirunnar.