Tveir menn voru hand­teknir síðast­liðinn föstu­dag í Kefla­vík en þeir voru staðnir að verki við að brjótast inn í í­búðar­hús. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­nesjum.

Þar kemur fram að mennirnir hafi komist inn í húsið með því að spenna upp glugga með skóflu. Þá hafi þeim einnig tekist að spenna upp svala­hurð. Lög­reglan hand­tók annan manninn á vett­vangi þar sem hann var að bera stolna hluti úr húsinu.

Hann fleygði þeim frá sér þegar hann varð lög­reglu var og játaði síðar sök. Við öryggis­leit á honum fundust rúmar hundrað þúsund krónur og voru þær hald­lagðar vegna gruns um að þær væru illa fengnar. Hinn maðurinn var hand­tekinn á höfuð­borgar­svæðinu og játaði hann sök.