Fyrr í vikunni staðfesti Alþjóðaveðurfræðistofnunin, WMO, að hitametið á Norðurheimskautsbaugnum hefði fallið síðasta sumar þegar 38 gráðu hiti mældist í Verkhoyansk í Rússlandi.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin er um leið með það til skoðunar hvort að hitametið í Evrópu hafi fallið á Ítalíu í sumar og hitametið á heimsvísu í Dauðadal í Bandaríkjunum.
WMO has recognized temperature of 38°C (100.4°F) in Verkhoyansk (Russia) on 20.6.2020 as new #Arctic record
— World Meteorological Organization (@WMO) December 14, 2021
It occurred during a prolonged heatwave, which would have been almost impossible without #climatechange
It is indicative of warming in the Arctichttps://t.co/usGa3FsTQW pic.twitter.com/CWBDXIkvdE
Veðurstofnun Sameinuðu Þjóðanna segir þetta til marks um áhrif hnatthlýnunar.
Verkhoyansk er rúmlega hundrað kílómetrum norðar en Norðurheimskautsbaugurinn og gekk hitabylgja yfir svæðið fyrr á þessu ári.
Meðalhitastigið var tíu stigum hærra en vanalega á þessu ári og leiddi hitabylgjan meðal annars til skógarelda á svæðinu.
Með þessu á Verkhoyansk nú metið yfir bæði hæsta hitastig sem mælst hefur og kaldasta hitastigið á Norðurheimskautsbaugnum