Heil­brigðis­ráð­herra hefur fallist á megin­at­riði þeirra breytinga sem sótt­varna­læknir hefur lagt til á sótt­varnar­ráð­stöfunum og taka munu gildi á þriðjudag, 20. októ­ber næst­komandi. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Breytingarnar eru að mestu þær sömu og sótt­varna­læknir leggur til. Ráð­herra kynnti breytingarnar og minnis­blað sótt­varna­læknis á fundi ríkis­stjórnar á föstu­dag.

Á­fram verður kveðið á um strangari tak­markanir á höfuð­borgar­svæðinu en gilda á lands­vísu. Utan höfuð­borgar­svæðisins verður gerð sú megin­breyting að nándar­mörk milli ein­stak­linga verða aukin úr 1 metra í 2.

Á morgun verður aug­lýsing vegna breytinganna birt á vef Stjórnar­ráðsins. Þar kemur nú eftir­farandi fram:

Tak­markanir utan höfuð­borgar­svæðisins – helstu breytingar:

  • Nándar­mörk milli ein­stak­linga verða 2 metrar.
  • Skylt verður að nota and­lits­grímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándar­mörk, m.a. í verslunum.
  • Á við­burðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn.
  • Engir á­horf­endur mega vera á í­þrótta­við­burðum, hvorki innan- né utan­dyra.
  • Í­þrótta­iðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar ná­lægðar, verður heimil, jafnt innan- og utan­dyra.
  • Líkams­ræktar­stöðvar verða á­fram lokaðar.

Tak­markanir á höfuð­borgar­svæðinu – helstu breytingar:

  • Allt í­þrótta- og tóm­stunda­starf barna á leik- og grunn­skóla­aldri sem krefst snertingar verður ó­heimilt.
  • Skóla­sund verður ó­heimilt.
  • Í­þrótta­iðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátt­tak­enda má að há­marki vera 20 ein­staklingar og 2 metra nándar­mörk skulu virt. Engir á­horf­endur mega vera við­staddir.
  • Æfingar og keppni í í­þróttum sem krefjast snertingar verða ó­heimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og full­orðnum.