Lög­reglan í Kongs­berg í Noregi hefur stað­fest að fjöldi fólks hafi látist og margir særst þegar maður gekk um mið­bæinn og skaut á fólk með boga og örvum. Ekki er enn ljóst hve margir hafa látist eða særst en á­rásar­maðurinn hefur verið hand­samaður.

Oey­vind Aas, lög­reglu­stjóri á svæðinu, segist telja að maðurinn hafi verið einn að verki en farið yfir stórt svæði, sam­kvæmt frétt NRK. Margir sjúkra­bílar hafa verið sendir á svæðið og allt til­tækt lög­reglu­fólk kallað til. Herinn er einnig á svæðinu ásamt lögregluþyrlum, sprengjusérfræðingum og sérsveit.

Lögreglunni barst fjöldi tilkynningar um ferðir mannsins frá klukkan korter yfir sex síðdegis á staðartíma, korter yfir fjögur á íslenskum tíma. Aas segir lögregluna vinna að því að ræða við sjónarvotta, sem nóg var af.

Fréttin verður upp­færð