Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, biðlaði aftur til íslensku þjóðarinnar að halda sig heima um páskahelgina í von um að hindra frekari útbreiðslu kórónaveirunnar.

Víðir tók til máls á blaðamannafundinum í dag þar sem hann ræddi meðal annars eina af stærstu ferðahelgum ársins, páskahelgina sem hefst á fimmtudaginn.

„Það er kjánalegt að þurfa að tala um þetta enn einu sinni. Verum heima um páskana og ég segi ekki meir. Aftur, þegar við förum í verslanir, förum bara eitt og virðum tveggja metra regluna. Verum góð við hvort annað og stöndum í þessu saman.“

Þá hafa borist fyrirspurnir um að veita undanþágur á heimsóknarbanni á hjúkrunarheimili yfir páskana.

„Okkur hafa borist fyrirspurnir um páskana og hjúkrunarheimilin, fólk sem er vant að fá ættingja sína heim á þessum tímum. Það gengur ekki, við erum með heimsóknarbann og hvetjum fólk til að finna aðrar leiðir. Það er líka hætta á því að fólk komist aftur inn,“ sagði Víðir og benti á alvarlega stöðu mála á Vestfjörðum til rökstuðnings.

„Ég held að það sem við erum að sjá fyrir vestan sýnir okkur hver hættan er af þessu öllu saman og af hverju við erum með samkomubannið í gangi.“

„Okkur hafa borist fyrirspurnir um páskana og hjúkrunarheimilin, fólk sem er vant að fá ættingja sína heim á þessum tímum. Það gengur ekki, við erum með heimsóknarbann og hvetjum fólk til að finna aðrar leiðir. Það er líka hætta á því að fólk komist aftur inn,“ sagði Víðir og benti á alvarlega stöðu mála á Vestfjörðum til rökstuðnings.

„Ég held að það sem við erum að sjá fyrir vestan sýnir okkur hver hættan er af þessu öllu saman og af hverju við erum með samkomubannið í gangi.“