Fé­lag sjúkra­hús­lækna segir í yfir­lýsingu að al­var­legt á­stand á Land­spítalanum sé ís­lenskum yfir­völdum til skammar. Fé­lagið segir þörf á hugar­fars­breytingu og nýjum á­herslum við stjórnun og mönnun Land­spítalans.

„Al­var­legt á­stand á Land­spítalanum vegna við­varandi skorts á heil­brigðis­starfs­fólki er öllum aug­ljóst. Aukning CO­VID-19 smita í sam­fé­laginu eftir opnun landa­mæra Ís­lands án tak­markana hefði ekki átt að koma á ó­vart en fyrir­séð var að alltaf yrði ein­hver aukning á smitum,“ segir í yfir­lýsingunni.

Fé­lagið segir að hættu­stig Land­spítalans sé ekki að­eins til­komið vegna Co­vid-19 far­aldursins heldur endur­spegli það við­varandi skort síðustu ára þar sem hefur verið lág­marks­mönnun á spítalanum og 100 prósent há­marks­nýting legu­rýma.

Fé­lagið segir það hafa við­gengist allt of lengi þrátt fyrir í­trekaðar að­varanir lækna.

„Nú er svo komið að heildar­fjöldi legu­rýma og gjör­gæslu­plássa á Ís­landi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Sú stað­reynd er ís­lenskum yfir­völdum til skammar,“ segir í yfir­lýsingunni.

Fé­lagið segir að stjórn­endur spítalans þurfi að finna varan­lega lausn á krónískum skorti legu­rýma, en þar ætti að vera for­gangs­at­riði að ná legu­rýma­nýtingu niður fyrir 90 prósent með öllum til­tækum ráðum í sam­ræmi við al­þjóð­leg við­mið um nýtingu legu­rýma.

„Tryggja þarf svig­rúm Land­spítalans til að takast á við á­lags­toppa í inn­lögnum og þjónustu við al­var­lega veika sjúk­linga óháð sumar­fríum starfs­manna. Mikil­vægt er að gæta þess í lengstu lög að heil­brigðis­starfs­menn sem staðið hafa vaktina síðustu mánuði í bar­áttunni við CO­VID-19 far­aldurinn fái ó­skert sumar­frí,“ segir að lokum.