Staðan á Land­spítalanum er ekki á­stæða þess að ekki verður ráðist í al­gjöra af­léttingu sam­komu­tak­markana á mið­nætti. Á fundi ríkis­stjórnarinnar var á­kveðið að af­nema grímu­skyldu, leyfa tvö þúsund manna sam­komur í stað 500 og lengja opnunar­tíma skemmti­staða um klukku­stund. Þá mega þeir vera opnir til klukkan tvö.

„Nei, það er ég nú ekki viss um. Það er nú eitt af því sem við verðum að gera það er að læra af reynslunni og við höfum verið að af­létta í skrefum í þessum far­aldi, nema 1. júlí þegar við tókum þetta stóra skref og við erum enn að bíta úr nálinni með það. Ég held að það sé skyn­sam­legt að gera þetta svona og þetta er nánast full af­létting og lítið sem stendur út af núna,“ segir Svan­dís að­spurð um á­hrif stöðunnar á Land­spítala á af­léttingar. Nú eru sjö á sjúkra­húsi vegna Co­vid-19 og enginn á gjör­gæslu.

Ríkis­stjórnin væri með­vituð um að far­aldurinn væri ekki yfir­staðinn, horfa mætti til á­standsins í Bret­landi þar sem smitum hefur fjölgað mjög undan­farið. Engu að síður teldi ríkis­stjórnin hægt að stíga þessi skref til af­léttingar.

Svan­dís ræddi við blaða­menn að loknum fundi ríkis­stjórnarinnar.
Fréttablaðið/Valli