Nú stendur yfir málþing á Grand hótel þar sem staða fatlaðra kvenna í heiminum er til umræðu, eða sérstaklega hvernig staða þeirra er önnur en staða fatlaðra karla. Málþingið er skipulagt af kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands.

Málþingið hófst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Hægt er að fylgjast með streymi af fundinum hér að neðan.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, sagði í erindi sínu að fatlaðar konur verði fyrir meira ofbeldi og áreitni en aðrar konur, auk þess sem þær eru fátækari. Um það yrði fjallað á málþinginu í fjölbreyttum erindum.

Dagskrá málþings Kvennahreyfingar ÖBÍ miðvikudaginn 3. apríl á Grand Hóteli:

Kl. 13:00 Fundarstjóri opnar málþingið, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrrum stýrihópskona Kvennahreyfingar ÖBÍ og núverandi alþingismaður.

Kl. 13:10 Ávarp Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ

Kl.13:20 Hvers vegna eru konur nefndar sérstaklega í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks? Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði við NUI Galway (National University of Ireland)

Kl. 14:20 Eru hefðbundnar skilgreiningar á ofbeldi útilokandi fyrir fatlaðar konur? Freyja Haraldsdóttir, aðjunkt og doktorsnemi

Kl. 14:50 Kaffihlé

Kl. 15:10 Aðgengi fatlaðra kvenna að leitarstöð Krabbameinsfélagsins og kvennadeild Landspítalans. Guðrún Ósk Maríasdóttir og Margrét Lilja Arnheiðardóttir frá aðgengisátaki ÖBÍ

Kl. 15:30 „Þú ert erfið kona“: Um árekstra í samskiptum kvensjúklinga og lækna. Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi

Kl. 16:00 Saga konu sem hefur reynt fyrir sér sem öryrki á vinnumarkaði. Dorameonk Van Der Pitoeng