Forstjóri SSC, Jerod Shelby lét hafa eftir sér í yfirlýsingu að mistök hefðu orðið við klippingu myndbandsins og þess vegna hefðu GPS-tölur ekki passað við klippingarnar. Til að bregðast við þessari gagnrýni var því ákveðið að bíllinn myndi reyna aftur við metið í náinni framtíð. Hvenær það verður nákvæmlega er þó ekki ákveðið og því er það spurning hvort Heimsmetabók Guinness viðurkenni metið endanlega fyrr en að seinni tilraun við það verði lokið.