Var það hið unga raf bílamerki Edison Motors sem keypti af Mahindra sem reynt hefur að selja 75% hlut sinn síðan í hittiðfyrra. Vegna þess hefur merkið ekki fengið neitt fjármagn í eitt og hálft ár og var því við það að komast í þrot. Kaup Edison Motors hafa verið samþykkt af gjaldþrotadómstól í Suður-Kóreu samkvæmt kóreska dagblaðinu Korean Economic Daily. Engin frétt hefur komið frá SsangYong vegna þessa ennþá en bílamerkið hefur meðal annars umboð hérlendis í gegnum Bílabúð Benna. Samkvæmt Edison Motors verður tilkynnt um framhald SsangYong fyrir 1. mars næstkomandi.