Framleiðandinn hefur landað þrennum verðlaunum fyrir nýja bíla þar í landi undanfarin misseri. Bílagagnrýnendur 4X4 Magazine hafa farið þar fremstir í flokki, en þeir sæmdu SsangYong Rexton titlinum "bestu kaupin í flokki jeppa 2020.“ Þá völdu þeir Musso "bestu kaupin í flokki pallbíla 2019" og bættu svo um betur með því að velja Musso "bestu kaupin í sínum verðflokki". Að sögn Benedikts Eyjólfssonar hjá Bílabúð Benna eru Íslendingar sammála bretunum þegar jeppar frá SsangYong eru annars vegar og á það jafnt við um Rexton, Korando og Tivoli. „SsangYong jepparnir eru á góðu skriði hjá okkur, enda einsog sniðnir fyrir íslenskar aðstæður, fjórhjóladrifnir og tæknilega vel búnir og ekki sakar að góðir samningar við framleiðendur Ssang Yong hafa gert okkur kleift að bjóða þá á virkilega góðum kjörum,“ segir Benedikt.