Sr. Ólafur Jóhanns­son hefur verið leystur frá em­bætti sem sóknar­prestur hjá Þjóð­kirkjunni. Þetta er niður­staða biskups­em­bættisins eftir fundi með fimm konum sem stigu fram og lýstu kyn­ferðis­legu á­reiti, sið­ferðis­brotum og ó­á­sættan­legri hegðun Ólafs, þegar þær störfuðu með honum í Grens­ás­kirkju.

Agnes M. Sigurðar­dóttir, biskup Ís­lands, Sól­veig Lára Guð­munds­dóttir, vígslu­biskup á Hólum, og Kristján Björns­son, vígslu­biskup í Skál­holti, greina frá þessu í yfir­lýsingu og segja málinu nú lokið.

„Það er ó­á­sættan­legt að presturinn hafi brotið sið­ferðis­lega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóð­kirkjunni og í sam­skiptum við þær. Það er einnig sárt að þol­endum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfir­stjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga,“ segir í yfir­lýsingunni.

Frétta­blaðið fjallaði ítar­lega um brot Ólafs, en hann var sendur í leyfi sumarið 2017 eftir á­sakanir kvennanna. Málið fór fyrir úr­skurðar­nefnd Þjóð­kirkjunnar sem féllst á að Ólafur hefði brotið af sér gagn­vart tveimur konum af fimm. Ekki var hins vegar fallist á að um kyn­ferðis­brot hafi verið að ræða. Konurnar ræddu málið í sam­tali við Frétta­blaðið á þeim tíma.

Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju.
Fréttablaðið/Eyþór

„Við trúum frá­sögnum kvennanna og teljum ó­líðandi að per­sónu­leg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir til­finningum og einka­lífi þeirra. Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eld­raun að verja sín eigin mörk og sið­ferðis­kennd á opin­berum vett­vangi með kærum og öðrum opin­berum hætti,“ segir jafn­framt í yfir­lýsingunni.

„Per­sónu­leg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siða­reglum Þjóð­kirkjunnar og með skýrum reglum um við­brögð við sið­ferðis- og aga­brotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siða­reglur og þær bættar í ljósi þessara sið­ferðis­brota.“

Þá segir að það sé ein­læg ósk að þær breytingar sem gerðar hafi verið á reglum um með­ferð kyn­ferðis­brota og annarra brota verði til góðs. Siða­reglur verði bættar, settar verði reglur um siða­nefnd og allt verði gert til að hjálpa og styðja þol­endur.

„Við munum beita okkur fyrir því að kirkjan nái að bæta lög og starfs­reglur um úr­skurðar- og á­frýjunar­nefndirnar svo fundin verði betri og virkari úr­ræði til verndar þol­endum kyn­ferðis- og aga­brota hið fyrsta. Þegar grunur er um að brot hafi verið framin er for­gangs­mál að þol­endur fái stuðning kirkjunnar í því að koma kærum til lög­reglu og annarra ó­háðra aðila sem hafa rann­sóknar­heimildir og á­kæru­vald. Kirkjan vill vinna fag­lega að því að hún verði á­vallt öruggur staður að sækja og starfa innan. “