Snorri Þrastarson kom fólki í öruggt skjól og bjargaði konu sem hafði verið skotin í skotárásinni sem átti sér stað í verslunarmiðstöðinni Field’s í Kaupmannahöfn þann 3. júlí í fyrra. Viðtal við hann birtist í helgarblaði Fréttablaðsins.
Þar viðurkennnir Snorri að stundum velti hann fyrir sér hvort hann hefði getað gert meira þennan örlagaríka dag, en þrír létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega.
Stundum segist hann velta fyrir sér hvort hann hefði getað gert meira. „Ég hugsa til þeirra sem létust. Hvar voru þeir? Maður á auðvitað ekki að hugsa þetta, en hefðum við getað bjargað, einum í viðbót, tveimur eða þremur?“ spyr hann sig.
Snorri segist hafa rætt um þetta í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögregluþjónninn hafi sagt honum að pæla ekki í þessu. „En þessi hugsun kemur upp inni á milli,“ segir hann og bætir við: „Maður verður bara að læra af þessu og vera ánægður með það sem maður gerði.“