Ýmsir orð­rómar eru á lofti um eigin­leika og smit­leiðir CO­VID-19 kóróna­veirunnar sem skekur nú heiminn. Fyrsta til­vik veirunnar var stað­fest hér á landi stuttu eftir há­degi í dag og velta margir vöngum hvað það þýði fyrir ís­lensku þjóðina.

Hvað er vitað um kóróna­veiruna?

CO­VID-19 kóróna­veiran á upp­tök sín í borginni Wu­han í Kína en veiran hafði áður þekkst meðal dýra. Sjúk­dómurinn er ná­skyldur HABL og MERS kóróna­veirunum en virðist ekki vera eins skæð. Hins vegar er sjúk­dómurinn mun meira smitandi.

Hvernig smitast maður?

Sjúk­dómurinn smitast milli manna. Smit­leið er talin vera snerti- og dropa­smit, svipað og inflúensa. Veiran getur dreifst þegar veikur ein­stak­lingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og hraustur ein­stak­lingur andar að sér úða frá þeim veika eða hendur hans snerta dropana og hann ber þær svo upp að and­liti sínu.

Al­gengara er að smit berist í gegnum snertingu en öndunar­færi.

Hver eru ein­kennin?

Ein­kenni veirunnar líkjast allra helst inflúensu­sýkingu eða flensu­ein­kennum og veldur meðal annars hósta, hita, þreytu, bein- og vöðva­verkjum og fleira. CO­VID-19 getur einnig valdið al­var­legum veikindum á borð við öndunar­færa­sýkingum og lungna­bólgu, sem koma oft fram sem öndunar­erfið­leikar á fjórða til áttunda degi veikinda.

Unnið er að því að búa til lyf við sjúkdómnum en ekki er búist til að það verði tilbúið á næstu mánuðum.
Fréttablaðið/Getty

Eru til lyf við veirunni?

Ekki er til bólu­efni við veirunni og því ekki hægt að bólu­setja fólk við veirunni. Engin sér­tæk með­ferð er þekkt við sjúk­dómnum.

Eru aldraðir þeir einu sem eru í hættu?

Nei.

Stað­fest er að fólk sem náð hefur 70 ára aldri og ein­staklingar sem glíma við undir­liggjandi sjúk­dóma séu í aukinni á­hættu við smit á sjúk­dómnum. Dæmi eru þó um að heilsu­hraust fólk á þrí­tugs- og fer­tugs­aldri hafi látið lífið af völdum sjúk­dómsins en í mun minna mæli.

Hér fyrir neðan má sjá tölur um dánar­tíðni eftir aldurs­hópum. Engin börn undir tíu ára að aldri hafa látist vegna sjúk­dómsins en alls hafa 14.8 prósent fólks yfir átt­rætt látið lífið eftir að hafa greinst með sjúk­dóminn.

Dánartíðni af völdum COVID-19 eftir aldursflokkum.

Hvernig er hægt að forðast smit?

Al­mennar sótt­varnir á borð við hand­hreinsun með hand­þvotti og/eða hand­spritti eru mikil­vægasta ráðið við sjúk­dómnum. And­lits­grímur geta nýst þeim sem eru í nánu sam­neyti við sýkta ein­stak­linga s.s. fyrir heil­brigðis­starfs­menn eða við­bragðs­aðila í sam­fé­laginu þegar þeir hlúa að veikum. Rétt er að forðast náið sam­neyti við ein­stak­linga sem eru með al­menn kvef­ein­kenni, hnerra eða hósta.

Er hægt að smitast aftur?

Borist hafa til­kynningar um fólk sem hefur náð sér af sjúk­dómnum en smitast af honum á nýju stuttu eftir bata. Al­þjóða­heil­brigðis­stofnun hefur enn ekki stað­fest hvort sú sé raunin og rann­sakar nú þau til­vik sem um ræðir.

Hver er munurinn á sótt­kví og ein­angrun?

Sótt­kví er notuð þegar talið er að ein­stak­lingur hafi smitast af sjúk­dómi þrátt fyrir að hann sé ein­kenna­laus. Ein­angrun á við um sjúk­linga með ein­kenni sjúk­dóms.

Heima­sótt­kví er ekki stofu­fangelsi þar sem fólki er leyfi­legt að fara út en er gert að halda sig í um tveggja metra fjar­lægð frá öðru fólki.