Mexí­kóski veitinga­staðurinn Chido í vestur­bæ Reykja­víkur var rændur í dag og starfs­manni staðarins var hótað með hníf gegn því að hleypa við­komandi í peninga­kassa veitinga­staðarins. Við­komandi passaði sig á því að spritta sig í bak og fyrir áður en hann lét til skarar skríða.

Þetta kemur fram í Face­book færslu frá staðnum. Þar segir að allir séu ó­hultir. Starfs­menn hafi sýnt mikla yfir­vegun og for­gangurinn sé að hlúa að þeim enda um ógn­vekjandi lífs­reynslu að ræða.

„Nú er allt orðið með kyrrum kjörum á Ægi­síðunni og við verðum með opið í kvöld eins og vana­lega. Við höfum ekki látið á­standið í sam­fé­laginu stoppa okkur og við höldum ó­trauð á­fram þrátt fyrir þessa upp­á­komu.“

Eins og einhver ykkar hafa kannski heyrt og lesið þá fengum við heldur óskemmtilega heimsókn í dag þar sem starfsmanni...

Posted by Chido on Friday, 16 October 2020