Sprengjusérfræðingar sérsveitar voru kallaðir til á bensínstöð Olís við Sæbraut á fimmta tímanum í dag vegna „torkennilegs hlutar“ sem fannst nálægt bensínstöðinni.

Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, voru slökkvibíll og sjúkrabíll einnig kallaðir til, en allur viðbúnaður á vettvangi var undir stjórn sprengjusérfræðinga.

Spurður nánar út í að­gerðir sprengu­sér­fræðinga og framvindu málsins vildi Ás­geir ekki tjá sig um málið að svo stöddu.