Nýjum sprengjuleitartækjum verður komið fyrir í farangursbelti Keflavíkurflugvallar. Isavia hefur samið við franska fyrirtækið Alstef Group um innleiðingu hins nýja kerfis, sem mun leysa af hinn hefðbundna skanna sem er nú til staðar.

Farþegarnir sjálfir munu einnig taka eftir breytingum því að farangursbeltunum sjálfum verður skipt út fyrir hallandi belti. Alstef hefur víðtæka reynslu af uppsetningu farangurskerfa en þetta er fyrsta verkefni fyrirtækisins hér á landi.