Lög­regla í Was­hington í Banda­­ríkjunum ræðir nú við mann sem keyrði að bóka­­safni Banda­­ríkja­þings á pall­bíl og til­­kynnti lög­­reglu­­þjóni að hann væri með sprengju. Bóka­safnið er ekki langt frá þing­húsi landsins. Lög­­reglu­­þjónninn telur sig hafa séð eitt­hvað í hendi mannsins sem líkist sprengju­­rofa og búið er að rýma svæðið í kring. Mikill fjöldi lög­­reglu er á svæðinu og sést hefur til þung­vopnaðs lög­­reglu­­þjóns með gas­grímu þar.

Times Square rýmt vegna grun­sam­legs pakka

Hluti Times Square í New York var rýmdur fyrir skömmu eftir að grunsamlegum hlut var kastað að fólki sem sat í rauðu tröppunum svokölluðu á Father Duffy torgi. Samkvæmt lögreglu sást maður á hjóli kasta einhverju sem líktist kökukrús í átt að fólki sem þar sat sem flúði í burtu. Ekki bendir til þess að um sprengju sé að ræða en vegna ástandsins í Washington er engin áhætta tekin.

Upp­fært kl. 17:25

Lög­reglan í New York til­kynnti klukkan fimm að ís­lenskum tíma að ekki væri um sprengju að ræða.