Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur sent frá sér til­kynningu vegna við­búnaðarins við Mána­tún í Reykja­vík í fyrrinótt. Frétta­blaðið greindi frá því í gær­kvöldi að sprengja hefði fundist ná­lægt sendi­herra­bú­stað Banda­ríkjanna í Mána­túni.

„Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stað­festir að hluturinn sem fannst í gær í rusla­gámi við Mána­tún reyndist vera heima­til­búin sprengja. Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra var kölluð til og sá hún um að tryggja vett­vang og eyða sprengjunni,“ segir í til­kynningu lög­reglu.

Þar segir enn fremur að ekkert hafi komið fram við rann­sókn málsins sem bendir til þess að málið tengist sendi­ráði er­lends ríkis.

„Tveir af mönnunum þremur sem hand­teknir voru í tengslum við málið hafa hafið af­plánun vegna fyrri refsi­dóma en þriðja manninum hefur verið sleppt. Rann­sókn málsins miðar vel. Ekki verða veittar frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í til­kynningunni.