Sprengj­u­sér­fræð­ing­ar voru kall­að­ir til vegn­a meintr­ar sprengj­u sem fannst í ná­grenn­i borg­ar­inn­ar Pass­au í Bæj­ar­a­land­i í Þýsk­a­land­i á mán­u­dags­kvöld. Við nán­ar­i at­hug­un þeirr­a kom í ljós að um var að ræða kyn­lífs­leik­fang í lag­in­u eins og hand­sprengj­a.

Kona sem var að skokk­a kom auga á hinn hand­sprengj­u­lag­að­a hlut í glær­um plast­pok­a og gerð­i lög­regl­u við­vart. Sprengj­u­sér­fræð­ing­ar voru send­ir á stað­inn en eft­ir að hafa grand­skoð­að hann átt­uð­u þeir sig á því að ekki væri hætt­a á ferð­um.

„Pok­inn var tæmd­ur og inn­i­hald hans skoð­að. Þá komu í ljós tóm­ar um­búð­ir af sleip­i­efn­i, tveir ó­not­að­ir smokk­ar í boxi og USB-snúr­a,“ seg­ir í frétt­a­til­kynn­ing­u frá lög­regl­unn­i í Hauz­en­berg. Eftir að lög­regl­a lagð­ist í rann­sókn­ar­vinn­u á Inter­net­in­u kom í ljós að hægt er að kaup­a kyn­lífs­leik­föng sem eru í lag­in­u eins og hand­sprengj­ur og að hér væri um að ræða eitt slíkt.

Lög­regl­a farg­að­i mun­un­um en er engu nær um hvern­ig þeir kom­ust þang­að.