Úkraínskir her­menn hafa staðið í „erfiðri og blóðugri bar­áttu“ við rúss­neska her­menn inn í stál­verk­smiðjunni Azovs­tal að sögn hers­höfðingja um­deildu Azov her­sveitarinnar.

„Ég er stoltur af mínum her­mönnum þeir eru að sýna ó­mann­legan styrk við að halda pressu á ó­vinininu,“ segir Denis Prokopen­ko hers­höfðingi en BBC greinir frá.

Skila­boðin deildi Prokopen­ko með heims­byggðinni um hálf níu í kvöld en þau birtust skömmu eftir að greint var frá því að rúss­neskir her­menn hafa verið sækja hart að stál­verk­smiðjunni sem er síðasta vígi Úkraínu­manna í borginni Maríu­pol.

Um níu­leytið í kvöld birtist síðan mynd­bönd frá rúss­neska að­skilnaðar­hópnum MVD DNR sem sýna miklar sprengingar við stál­verk­smiðjuna. Hópurinn deildi mynd­bandinu á sam­skipta­for­ritinu Telegram en BBC hefur ekki náð að stað­festa gildi. Blaða­menn BBC telja að mynd­bandið hafa verið tekið upp ein­hvern tímann eftir 3. maí samt.

Samkvæmt BBC eru um 30 börn talin enn vera föst í verksmiðjunni ásamt um 100 óbreyttum borgurum og úkraínskum her­mönnum.

Vol­ó­dómír Selenskíj for­seti Úkraínu hefur óskað eftir að­stoð frá Sam­einuðu þjóðunum við að koma fleirum í skjól frá verk­smiðjunni.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær var hópur ó­breyttra borgara bjargað úr neðan­jarðar­göngum verk­smiðjunnar en þeir hafa verið fastir þar mánuðum saman á meðan Rússar létu sprengjur falla á verk­smiðjuna.

Selenskí hringdi Antonio Guter­res aðal­ritara Sam­einuðu þjóðanna í gær og þakkaði fyrir að­stoðina við að koma fólkinu burt. Hann bað jafn­framt um frekari að­stoð þar sem fjöl­margir væru enn í lífs­hættu hjá verk­smiðjunni.

„Þau skipta okkur öll máli. Við erum að biðja þig um hjálp við að bjarga þeim,“ sagði Selenskí við Guter­res sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá em­bætti for­setans.

Um 344 ein­staklingar frá suð­vestur­hluta Úkraínu m.a. Maríu­pol voru fluttir í öruggt skjól á yfir­ráða­svæði Úkraínu­manna í Zap­horiz­hzhia. Um sjö­tíu manns voru fluttir frá stál­verk­smiðjunni til Zap­horiz­hzhia í gær en talið er að um hundrað manns séu enn fastir þar.

Rússar náði yfir­­ráðum á hafnar­­borginni Maríu­pol fyrir nokkrum vikum síðan en flutningur al­­mennra borgara úr síðasta víginu, stál­­verk­­smiðjunni Azovs­tal, hófst um helgina.

Ung stúlka við strætóstoppustöðina í Zap­horiz­hzhia sem slapp úr verksmiðjunni í gær.
Fréttablaðið/EPA