Úkraínskir hermenn hafa staðið í „erfiðri og blóðugri baráttu“ við rússneska hermenn inn í stálverksmiðjunni Azovstal að sögn hershöfðingja umdeildu Azov hersveitarinnar.
„Ég er stoltur af mínum hermönnum þeir eru að sýna ómannlegan styrk við að halda pressu á óvinininu,“ segir Denis Prokopenko hershöfðingi en BBC greinir frá.
Skilaboðin deildi Prokopenko með heimsbyggðinni um hálf níu í kvöld en þau birtust skömmu eftir að greint var frá því að rússneskir hermenn hafa verið sækja hart að stálverksmiðjunni sem er síðasta vígi Úkraínumanna í borginni Maríupol.
Um níuleytið í kvöld birtist síðan myndbönd frá rússneska aðskilnaðarhópnum MVD DNR sem sýna miklar sprengingar við stálverksmiðjuna. Hópurinn deildi myndbandinu á samskiptaforritinu Telegram en BBC hefur ekki náð að staðfesta gildi. Blaðamenn BBC telja að myndbandið hafa verið tekið upp einhvern tímann eftir 3. maí samt.
Samkvæmt BBC eru um 30 börn talin enn vera föst í verksmiðjunni ásamt um 100 óbreyttum borgurum og úkraínskum hermönnum.
Volódómír Selenskíj forseti Úkraínu hefur óskað eftir aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum við að koma fleirum í skjól frá verksmiðjunni.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var hópur óbreyttra borgara bjargað úr neðanjarðargöngum verksmiðjunnar en þeir hafa verið fastir þar mánuðum saman á meðan Rússar létu sprengjur falla á verksmiðjuna.
Selenskí hringdi Antonio Guterres aðalritara Sameinuðu þjóðanna í gær og þakkaði fyrir aðstoðina við að koma fólkinu burt. Hann bað jafnframt um frekari aðstoð þar sem fjölmargir væru enn í lífshættu hjá verksmiðjunni.
„Þau skipta okkur öll máli. Við erum að biðja þig um hjálp við að bjarga þeim,“ sagði Selenskí við Guterres samkvæmt fréttatilkynningu frá embætti forsetans.
Um 344 einstaklingar frá suðvesturhluta Úkraínu m.a. Maríupol voru fluttir í öruggt skjól á yfirráðasvæði Úkraínumanna í Zaphorizhzhia. Um sjötíu manns voru fluttir frá stálverksmiðjunni til Zaphorizhzhia í gær en talið er að um hundrað manns séu enn fastir þar.
Rússar náði yfirráðum á hafnarborginni Maríupol fyrir nokkrum vikum síðan en flutningur almennra borgara úr síðasta víginu, stálverksmiðjunni Azovstal, hófst um helgina.
