París

Öflug sprenging í bakaríi í París

Sprenging varð í bakaríi í miðborg Parísar í morgun. Lögreglu grunar að um gasleka hafi verið að ræða. Almenningur er beðinn um að halda sig frá vettvangi.

Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi.

Að minnsta kosti tuttugu eru særðir eftir öfluga sprengingu í bakaríi í miðborg Parísar í morgun. Bílar og nærliggjandi byggingar urðu fyrir miklum skemmdum og vinna nú slökkviliðsmenn að því að slökkva eld sem kviknaði eftir sprenginguna. Á myndum af vettvangi má sjá brak og glerbrot liggja á götum, en lögregla telur að gasleki hafi verið valdur að sprengingunni. BBC greinir frá.

Skemmdir eru gríðarlegar.

Sprengingin varð klukkan níu í morgun að staðartíma, eða klukkan átta að íslenskum í litlu bakaríi í níunda hverfi Parísarborgar. Samkvæmt franska dagblaðinu Le Parisien var bakaríið ekki opið þegar sprengingin varð. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig frá vettvangi svo viðbraðgsaðilar geti sinnt störfum sínum í friði. 

Fjöldi slökkviliðsmanna eru að störfum á vettvangi.

Mikill viðbúnaður er í París í dag vegna fyrirhugaðra mótmæla gulvestunga sem hafa komið saman hvern laugardag frá því í nóvember. Áttatíu þúsund lögreglumenn eru á vakt í París í dag, en sprengingin er ekki talin tengjast mótmælunum á nokkurn hátt. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru að minnsta kosti tuttugu særðir og þar af níu alvarlega. Nokkrir slökkviliðsmenn eru sagðir vera á meðal slasaðra, en þeir  voru á leið sinni á vettvang eftir að tilkynnt var um gasleka, þegar sprengingin varð.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

París

Tveir slökkvi­liðs­menn létust í sprengingunni

París

Alvöruþrungin athöfn í París

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Auglýsing

Nýjast

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Auglýsing