Sprautað verður í báða hand­leggi í haust er bólu­setning gegn flensu og Co­vid-19 hefst. Í Banda­ríkjunum er bólu­efni gegn flensu nú sprautað í annan hand­legginn og upp­færðu bólu­efni gegn Co­vid-19 í hinn.

„Þetta skiptir máli upp á stað­bundnar auka­verkanir, bæði vegna ein­kenna og skrá­setningar á þeim,“ segir Guð­rún Aspe­lund sótt­varna­læknir.