Sporð­drekinn sem fannst í heima­húsi á Akur­eyri síðasta föstu­dags­kvöld verður sendur með pósti til Reykja­víkur í dag til frekari skoðunar. Hann er dauður og hefur verið komið hagan­lega fyrir í gömlu hrásalats­boxi, um­vafinn eld­hús­bréfi svo hann verði ekki fyrir hnjaski við flutninginn.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá um helgina fann tveggja barna móðir sporð­drekann á vappi inni á bað­her­berginu hennar á Akur­eyri. Hún náði að koma glasi yfir dýrið þar sem það sat fast þar til lög­reglan kom og fjar­lægði það af heimilinu. Starfs­maður Um­hverfis­stofnunar sótti sporð­drekann síðan til lög­reglu til að koma honum á­fram til Náttúru­fræði­stofnunar.

Sporð­drekinn hefur enn ekki hlotið nafn enda ó­víst af hvaða kyni hann er. Það eru kannski sorg­leg ör­lög að vera nafn­laus þar til eftir dauðann en Guð­ríður segir alls ekki úti­lokað að Náttúru­fræði­stofnun á­kveði nafn á hann á næstu dögum.
Aðsend

Ljóst er að hann var dáinn þegar starfs­maðurinn sótti hann til lög­reglu en í sam­tali við Frétta­blaðið gat varð­stjóri lög­reglunnar á Akur­eyri ekki svarað því hvernig sporð­drekinn dó. Hann var sjálfur ekki á vakt og fann engar upp­lýsingar um hvort lög­regla hefði deytt hann eða hann dáið af öðrum or­sökum.


Sporð­drekinn komst svo loks til Náttúru­fræði­stofnunar á Akur­eyri í morgun en þar starfar enginn skor­dýra­fræðingur og þarf því að senda hann til skoðunar í Reykja­vík. Þar verður tegundin greind og kemur þá í ljós hvort sporð­drekinn hafi verið eitraður eða ekki. Konan sem fann dýrið segist ekki hafa hug­mynd um hvernig það hefur komist inn á heimili hennar.

Guð­ríður Gyða Eyjólfs­dóttir, sveppa­fræðingur hjá Náttúru­fræði­stofnun, fékk það hlut­verk að búa sporð­drekann undir flutninginn. „Ég er búin að koma honum fyrir í svona gömlu hrásalat­boxi, með eld­hús­bréfum í botninum og upp með köntunum,“ segir Guð­ríður í sam­tali við Frétta­blaðið og líkir verknaðinum við það að búa um böku að hætti góðra hús­mæðra.


„Svo set ég nóg af pappír ofan á hann líka til að vernda hann fyrir öllu hnjaski. Þegar þessi dýr deyja þá harðna þau og geta orðið brot­hætt,“ út­­skýrir hún. Sporð­drekinn fer svo með póstinum til Reykja­víkur í dag.

Sporð­drekinn hefur enn ekki hlotið nafn eða neina for­m­­lega út­­för að sögn Guð­ríðar, sem reiknar reyndar með að hann endi á smá­­dýra­­safni til sýnis eftir að hann hefur verið skoðaður betur. Að­­spurð segist henni ekki hafa þótt ó­­þægi­­legt að hand­­leika þessa ógn­væn­­legu átt­­fætlu. „Af því að ég er líf­­fræðingur, þó ég sé sér­­hæfð í sveppum, þá fellur það yfir­­­leitt í minn hlut að fanga og fjar­lægja þær pöddur sem skjóta upp kollinum á heimilinu. Þannig ég er öllu vön.“

Konan sem fann dýrið segist ekki hafa hug­mynd um hvernig það hefur komist inn á heimili hennar.
Aðsend


„En ef það hefði verið ég sem hefði rekist á hann inni á baði að bursta tennurnar að kvöld­lagi þá hefði ég nú örugg­lega orðið dá­lítið hissa,“ segir hún. Hún kveðst þó fegin því að hann hafi verið dauður þegar hann kom á hennar borð – annars hefði kveðju­stundin á­reiðan­lega orðið erfið. „Ef hann hefði verið lifandi hefði maður kannski átt erfitt með að sleppa honum. Ég setti hann undir víð­sjá til að sjá hvort hann veifaði nokkuð bless en hann var alveg dauður greyið,“ segir hún að lokum.

Guð­ríður segir að það hefði ef til vill orðið erfitt að kveðja sporð­drekann hefði hann enn verið á lífi. Móðirin sem fann sporð­drekann hefur ef­laust átt öllu auð­veldara með að segja bless við þennan ó­boðna gest sem ruddist inn á heimili hennar á fös
Aðsend