Innlent

Spóadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Íslandi

Alþjóðlegur dagur farfugla verður haldin laugardaginn 12. maí

Spóadagurinn verður haldinn hátíðlegur 12.maí í vor. Tómas Grétar

Alþjóðlegur dagur farfugla verður haldin laugardaginn 12. maí í vor en dagurinn verður tileinkaður spóanum á Íslandi. Í tilefni dagsins munu Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands, Rannsóknarsetur Suðurlands og Katla jarðvangur í samvinnu efna til vettvangsferðar og fræðslu um spóann.

„Spóinn er ein af ábyrgðartegundum okkar Íslendinga en hér verpir megnið af Evrópustofninum og líklega fyrirfinnst hvergi þéttara spóavarp. Spóinn hefur vetursetu í Vestur-Afríku en þangað flýgur hann alla jafna beint yfir opið haf án hvíldar. Stór hluti spóastofnsins verpur á Íslandi og hjarta útbreiðslunnar er í Rangárvallasýslu. Þetta verður skemmtilegur dagur“, segir Tómas Grétar Gunnarsson hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurlandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mal­bikun á Reykja­nes­braut í dag

Innlent

Vindur og væta í dag en léttir til á morgun

Innlent

Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Dópaður á mótor­hjóli fór yfir á rauðu og olli slysi

Viðskipti

MS semur við KSÍ um skyr

Hm 2018

HM-glaðir Íslendingar byrja helgina snemma

Kjaramál

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Skipulagsmál

Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag

Lögreglumál

Ákveða næstu skref í rannsókn

Auglýsing