Yfir­völd í Nýja-Sjá­landi fóru nokkuð ný­stár­lega leið við að takast á við mót­mælendur sem mót­mælt hafa bólu­setningum gegn Co­vid-19 þar í landi. Þau brugðu nefni­lega á það ráð að spila bestu slagara banda­ríska söngvarans Barry Manilow í og spænska dans­lagið Macarena fimm­tán mínútna lúppu.

Mót­mælendurnir, sem hafa staðið vaktina fyrir utan þing­húsið í Wellington, höfuð­borg Nýja-Sjá­lands, síðan á þriðju­dag, sneru hins vegar vörn í sókn og byrjuðu að spila sína eigin tón­list á fullum styrk, þar á meðal lagið We're Not Gonna Take It með banda­rísku rokk­sveitinni Twi­ster Si­ster.

Mót­mælin voru gerð að kanadískri fyrir­mynd og stífluðu hundruð mót­mælenda götur Wellington á þriðju­dag með bíla­lest undir yfir­skriftinni „Con­voy for Freedom“.

Strax á mið­viku­dag hafði fjöldi mót­mælenda dvínað niður í nokkra tugi en fjölgaði svo aftur í hópnum um helgina. Á fimmtu­dag hand­tók lög­regla 122 manns og á­kærði marga þeirra fyrir á­troðning og því að hindra lögin.

Meðal þeirra að­gerða sem yfir­völd notuðu til að reyna að dreifa mann­fjöldanum var að kveikja á vatns­úðurum á gras­flötinni þar sem mót­mælendurnir voru saman­komnir.

Mót­mælendur brugðu þá á þá leið að grafa skurði og beina vatninu aðra leið en þá á­kváðu yfir­völd að fara hina ný­stár­legu leið að ráðast að þeim með popp­tón­list.

Nýja-Sjá­land hefur verið með einar ströngustu sam­komu- og landa­mæra­tak­markanir vegna Co­vid-19 í heimi undan­farin tvö ár. Stjórn­völdum hefur vel tekist til að halda veirunni í skefjum en margir Ný­sjá­lendingar eru þó orðnir lang­þreyttir á tak­mörkunum ríkis­stjórnarinnar.

Skoðana­kannanir hafa sýnt vaxandi ó­á­nægju með ríkis­stjórn for­sætis­ráð­herrans Ja­cindu Ardern og aukning hefur verið á mót­mælum undan­farna mánuði. Í byrjun mánaðarins til­kynnti ríkis­stjórn Nýja-Sjá­lands um að­gerðar­á­ætlun varðandi endur­opnun landa­mæranna sem hafa verið lokuð undan­farin tvö ár.