Kia Niro er í boði í þremur útfærslum: sem hreinn 100% rafbíll með allt að 460 km drægi á rafmagninu, tengiltvinn (Plug-in Hybrid) og tvinn (Hybrid). Við efnisval er sjálfbærni höfð að leiðarljósi og nýr Niro verður búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia.

Yfirbyggingin á nýjum Kia Niro er rennileg og um leið glæsileg. Áberandi tvöfalt brot í vélarhlífinni undirstrikar heildarútlit bílsins að framan og dregur athygli að Heartbeat-dagsljósabúnaðinum. Útlitshönnunin á eftir að fanga athygli annarra vegfarenda. Áberandi tveggja tóna samsetning á möttum og hágljáandi rimlum í grillinu fer ekki fram hjá neinum. Sexhyrnt mynstrið er framúrstefnulegt og hátæknilegt frá öllum sjónarhornum séð. Kraftaleg hönnun á klæðningu þar fyrir neðan eykur tilfinningu fyrir breidd bílsins og fyrir henni miðri er innfellt hleðsluinntak.

Nýr Kia Niro byggir á einfaldri formlínu og hreinræktuðu jepplingsútliti. Á hliðum hans er sérstök klæðning sem gefur honum mjög áberandi svipmót. Yfirbyggingin er með tveggja litatóna lakki með hágljáandi eða stálgrárri klæðningu sem gefur honum hátæknilegt yfirbragð. Að aftan er laglegur Aero c-hurðarpóstur sem bætir loftflæði og dregur úr loftmótstöðu.

Ríkulegt og rúmgott innanrými

Innanrýmið er ríkulegt og rúmgott að stærð. Það er mínímalískt í smáatriðum og hlýlegt á allan hátt. Stjórnrýmið er áhrifaríkt og nýstárlegt og sýnir framsýna hönnun Kia. Afar óvenjuleg lögun með láréttum og skáhöllum formum í mælaborði og hurðainnréttingum vekur eftirtekt. Öll aðgerðastjórnun er einkar notendavæn með afar þægilegu aðgengi og samskiptum. Línulöguð og sérhönnuð umhverfislýsingin fullkomnar svo útlitið. Hönnuðir Kia hafa nýtt sér allt það nýjasta í hönnun og tækni með þægilegum sætum og snjöllum eiginleikum og mikilli áherslu á afslappaða upplifun fyrir ökumann og farþega. Í beinni sjónlínu er rennilegur, hátæknivæddur og tvískiptur 10,25 tommu stafrænn skjár í háskerpu. Skjárinn heldur utan um upplýsingar ökumannsins og aðgerðir upplýsinga- og afþreyingarkerfisins.

Miðjustokkurinn myndar samfellu við ökumannssæti með áklæðum úr endurunnum efnum og afslappandi umhverfislýsingu. Á miðjustokknum eru fjölaðgerðarofar með þægilegri stýringu fyrir margmiðlunarkerfið og loftfrískunarkerfið. Umhverfið dregur dám af því sem best gerist í fagurfræðilegri hönnun. Breytanlegar hirslur í miðjustokki og færanlegir glasahaldarar eru gott dæmi um þetta.

Hönnuðir Kia hafa þróað öðruvísi sætaáklæði í nýjan Niro, sem er skýr yfirlýsing um áframhaldandi skuldbindingu Kia í umhverfismálum. Áklæði á sæti eru fáanleg úr taui, samsetningu úr taui, PVC leðurlíki eða PU leðurlíki, en hvorugt þessara efna er úr dýraríkinu. PU veganleður inniheldur einnig Tencel™ sem gert er úr afurðum tröllatrés.

Fyrirheit um ríkulega akstursupplifun

Nýr Kia Niro gefur fyrirheit um ríkulega akstursupplifun. Hann kemur með hátæknivæddum búnaði sem tryggir alhliða tengingu við umheiminn öllum stundum.

Í nýju þægilegu og einföldu innanrými Kia Niro, með samsettum tvískiptum skjá sem uppfyllir allar þarfir varðandi aksturinn, tengingar og afþreyingu, hefur þú meiri stjórn á hlutunum en nokkru sinni fyrr. Á fjölaðgerða snertiskjánum er hægt að framkvæma fjölmargar aðgerðir með einni fingrasnertingu, skipta áreynslulaust milli stillinga á loftfrískunarkerfinu, upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og leiðsögukerfinu. Þessu fylgir einfaldleiki og þægindi af nýju tagi. Stjórnrýmið byggir á skynrænni tækni og er með sérsniðinni notendauppsetningu sem tryggir hámarks akstursánægju.

Tengdur tækni

Kia Niro býður upp á aðgengi að umfangsmiklum og nákvæmum upplýsingum áður en lagt er af stað. Hægt er að láta leiðsögukerfið finna fljótförnustu leiðina á áfangastað með raunupplýsingum um umferð, þar með talið stöðugt uppfærðum breytingum á umferð og áætluðum komutíma. Hægt er að fá upplýsingar um bílastæði, áhugaverða staði, veður og hleðslustöðvar í gegnum Kia Connect Live þjónustuna. Síðan er hægt að nota raddstýringuna svo ekki þurfi að taka hendur af stýri og nýta auk þess Android Auto™ og Apple CarPlay™.

Einfalt og þægilegt er að nota Kia Connect appið í snjallsímanum. Hægt er að smella á aðgerðina „Find My Car“ til að finna bílinn þegar þörf krefur. Þegar bílnum hefur verið lagt leiðir aðgerðin „Last-Mile Navigation“ síðasta spölinn fótgangandi frá bílnum að áfangastað. „Valet“ aðgerðin felur persónulegar upplýsingar þínar ef annar ekur bílnum og gerir þér kleift að fylgjast með lykilupplýsingum um bílinn eins og til dæmis hámarkshraða. Svo má skipuleggja ferðina áður en haldið er af stað með aðgerðinni „Send To Car“ og skoða ástand ökutækisins.

Forsala á Kia Niro er þegar hafin hjá Bílaumboðinu Öskju, umboðsaðila Kia á Íslandi.

Innanrýmið er fágað, framúrstefnulegt og einfalt – öll aðgerðastjórnun er aðgengileg og notendavæn.
Sérhönnuð lýsing fullkomnar útlit innanrýmisins.