Fylgishrun Katrínar Jakobsdóttur auðveldar ekki ríkisstjórninni áframhaldandi samstarf, enda hefur sú staða Katrínar að vera langvinsælasti stjórnmálamaður landsins verið höfuðbreyta í myndun og grundvelli ríkisstjórnarinnar. Þetta segir Sigmar Guðmundsson þingmaður VG á Fréttavaktinni í kvöld.

Sigmar og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða fréttir vikunnar í þættinum undir stjórn Björns Þorlákssonar. Diljá Mist segir ánægjulegt að tvær ungar konur njóti mests trausts samkvæmt mælingu Prósents og á þar við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG.

Á Fréttavaktinni verður einnig rætt við Eyjólf Kristjánsson sem er að starta nýjum tónlistarþætti á Hringbraut.

Þá fer Birna Dröfn Jónasóttir blaðamaður yfir áhugavert efni í helgarblaði Fréttablaðsins. Í blaðinu verður meðal annars rætt við mann sem varð 14 ára gamalli konu að bana í umferðarslysi.

Benedikt Bóas segir frá íþróttavikunni þar sem málin verða krufin.

Sjá þáttinn hér: