Venesúela

Spennan magnast enn í Venesúela

Spennan magnast í Venesúela vegna deilna um hjálpar­gögn. Maduro hefur einnig lokað hluta landa­mæra við Kólumbíu. Leið­togi stjórnar­and­stöðunnar lofar al­menningi að hjálpar­gögnin komi í dag.

Mótmælendur kasta steinum að hermönnum í Venesúela Fréttablaðið/AFP

Þónokkrir hermenn venesúelska þjóðvarðliðsins hafa yfirgefið varðstöðvar sínar, áður en stjórnarandstöðuhreyfingin reynir að koma hjálpargögnum inn í landið. Á sama tíma hafa venesúelskir hermenn beitt mótmælendur táragagasi sem hafa reynt að fara yfir landamæri Venesúela til Kólumbíu í leit að vinnu.

Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, lokaði landamærunum að Brasilíu í gær og landamærunum að Kólumbíu að hluta í dag til að koma í veg fyrir að stjórnarandstaðan geti flutt hjálpargögn inn í landið. 

Mikil spenna er í landinu vegna málsins og hefur stjórnarandstöðuleiðtoginn, Juan Guaidó, lofað því að hundruð þúsunda sjálfboðaliða muni í dag, koma með hjálpargögnin. Í gögnunum er meðal annars að finna mat og lyf sem lengi hafa skort í Venesúela.  

Þjóðvarðliðar hafa yfirgefið varðstöðvar sínar til að hleypa sendibílum sem hjálpargögn inn í landið Fréttablaðið/AFP

Segir þá sem ekki standa með almenningi svikara

Guaidó er sagður vera við Tienditas brúnna við landamæri Kólumbíu, ásamt forseta Kólumbíu, Iván Duque. Hann hvatti herinn til þess að hleypa sendibílum með hjálpargögn inn í landið og til að „standa með almenningi“.

Hann sagði að margir þjóðvarðliða hafi yfirgefið varðstöðvar sínar til að hleypa gögnunum inn og að þeir sem ekki geri það séu að „svíkja“ almenning í Venesúela.

Mikill fjöldi fólks er víða við landamærin og mótmælir. Þar á meðal við Ureña landamærabrúnna. Þar voru um 300 aðgerðarinnar. Fyrr í dag létust tveir mótmælendur við landamæri Venesúela og Brasilíu.

Greint er frá á BBC.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro

Venesúela

Tveir mót­mælendur látnir og hundruð særð

Venesúela

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing