Margir eru farnir að hlakka til þrettánda­gleði ÍBV í Vest­manna­eyjum sem verður haldin eftir tveggja ára hlé í kvöld. Marg­vís­leg dag­skrá verður í boði, þar á meðal flug­elda­sýning, blys­för, álfa­brenna, tröll, jóla­sveinar, tón­list og margt fleira en gangan hefst klukkan 19.00.

Haraldur Páls­son, fram­kvæmda­stjóri ÍBV, er einn af skipu­leggj­endum há­tíðarinnar og segir undir­búning ganga vel.

„Það er náttúru­lega búið að vera tveggja ára hlé á öllu. Þetta hefur gengið á­gæt­lega en það sem hefur verið að stríða okkur er færðin. Hún hefur tafið undir­búninginn. En þetta er allt að smella saman,“ segir Haraldur en hann telur það rétt að fáir taki þrettándanum eins al­var­lega og Vest­manna­eyingar og ÍBV.

Tröllasmiðja eyjamanna.
Mynd/aðsend

Haraldur segir að dag­skráin hefjist á Flötunum þar sem kveikt verður á kertum.

„Svo er labbað upp Illuga­götuna alla og snúið hjá Hvíld niður á malar­völlinn og þar er brennan og tröllin eru höfð uppi á bíl sem hafður er með í göngunni,“ segir Haraldur en mikill undir­búningur hefur verið í trölla­smiðju Eyja­manna í vikunni sem sér um að gera þau til­búin fyrir þrettándann. „Jóla­sveinarnir bætast svo við aftast þegar þeir koma niður af fjöllunum. Svo er bæði flug­elda­sýning uppi á Hánni þar sem gangan fer af stað og svo líka niðri á malar­vellinum,“ segir hann.

Haraldur segir alla að sjálf­sögðu vel­komna á há­tíðina.

„Þetta er hálf­gerð bæjar­há­tíð enda ekkert verið að rukka inn og Vest­manna­eyja­bær styður okkur í þessari vit­leysu ef svo má segja,“ segir Haraldur að lokum.