Pálmi Gestsson leikari hefur tekið upp á því að fasta í nokkra daga í senn. Hann segir hugann skýrast og fösturnar geti haft fyrirbyggjandi áhrif. Föstur geti jafnvel minnkað líkur á krabbameini.
Pálmi segir að í raun sé um „sjálfsát“ líkamans að ræða, sem hefjist þegar fasta hafi staðið yfir í 16 klukkustundir. Þá hefjist framleiðsla á heilasellum sem annars yrði ekki.
Þetta kemur fram í þáttaröðinni Frísk eftir fimmtugt en Pálmi var viðmælandi Björns Þorlákssonar sem hefur umsjón með þættinum. Næsti þáttur af „Frísk eftir fimmtugt“ fer í loftið á fimmtudagskvöld klukkan 20. Sjá klippu úr síðasta þætti hér: