„Þessa vikuna er fólkið sem sótti um í síðustu viku að koma til okkar eftir spari­fatnaði og í næstu viku koma for­eldrar sem hafa sótt um að­stoð eftir jóla- og skógjöfum fyrir börnin. Undir lok næstu viku, þegar fé­lags­ráð­gjafarnir hafa unnið úr um­sóknum, munu um­sækj­endur svo fá boð um tíma sem þeir geta komið á til að sækja inn­eignar­kort fyrir mat­vöru,“ segir Kristín Ólafs­dóttir um­sjónar­maður fræðslu og fjár­öflunar hjá Hjálpar­starfi kirkjunnar.

Frestur til að sækja um jóla­að­stoð á vef­síðu Hjálpar­starfsins rennur út næst­komandi föstu­dag, 10. desember.

Síðasti um­sóknar­dagur hjá Mæðra­styrks­nefnd er milli klukkan 10 til 12 á föstu­daginn.

Skráning hjá Fjöl­skyldu­hjálp Ís­lands stendur til 15. desember og fer fram á heima­síðu sam­takanna.

Þá er fólk hvatt til þess að setja gjafir undir jóla­trén í Kringlunni og Smára­lind þar sem er verið að safna gjöfum fyrir börnin og ung­linga og mikil­vægt að skrifa á gjöfina fyrir hvaða aldur hún er.