Veðrið mun halda á­fram að stríða Ís­lendingum ef marka má spár Veður­stofu Ís­lands fyrir næstu helgi. Á vef Veður­stofunnar má sjá að miklu kulda­kasti er spáð um allt land, -25 gráðum á mið­há­lendi Ís­lands, -10 gráðum í Reykja­vík og -18 gráðum á Akur­eyri.

Eru svipaðar hita­tölur á öllu landinu næst­komandi helgi og verður svipaður kuldi alla helgina. Á laugar­daginn verður þrátt fyrir hita­tölurnar að minnsta kosti létt­skýjað að mestu á landinu öllu og hæg­viðri.

„Ég hef ekkert skoðað það,“ segir vakt­hafandi veður­fræðingur í sam­tali við Frétta­blaðið, enda í nógu að snúast vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir. „En þetta er ekkert ó­lík­legt, ég sé ekkert í fljótu bragði sem að ætti að breytast í þessum spám.“

Mikið kuldakast er væntanlegt um helgina.
Fréttablaðið/Skjáskot