„Það er bjartviðri og góð hlýindi í kortum morgundagsins fyrir norðaustur- og austurland. Hiti gæti farið í 22°C á Héraði. Skýjaðra annars staðar.“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur um veðurspána á morgun.

Siggi bendir á að það gæti orðið ansi hlýtt fyrir austan, en mikið kaldara á vesturhluta landsins.

Hann blæs af suðvestri á morgun 8-15 m/s á vestur hluta landsins og á hálendinu annars hægari. Léttskýjað norðaustan- og austanlands annars skýjað og stöku skúrir. Hiti 10-22 stig, hlýjast austur á Héraði en töluvert svalara á vesturhelmingi landsins.“