Pizza­staðurinn Spaðinn hefur lokað úti­búi sínu við Fjarðar­götu í Hafnar­firði. Þetta stað­festi Þórarinn Ævars­son, fram­kvæmdar­stjóri Spaðans, við Frétta­blaðið.

Þórarinn segir að þeir hafi skellt í lás í lok apríl, en ekki sé búið að taka endan­lega á­kvörðun um hvað skuli gera í fram­haldinu.

„Þetta gekk verr en við áttum von á, en við vorum búin að reyna þetta í eitt og hálft ár. Eins ömur­legt og það er, þá er ein­fald­lega bara betra að loka en að vera í þeim rekstri eins og þetta leit út,“ segir Þórarinn.

Að­spurður full­yrðir hann að megin­á­stæðan hafi verið Co­vid far­aldurinn sem hafi farið illa með reksturinn. Þeir séu þó að hugsa næstu skref.

„Einn mögu­leikinn er sá að blása aftur til sóknar á þessum stað. Við ætlum að sjá hvernig sumarið þróast og tökum þá endan­lega á­kvörðun í haust hvað við gerum,“ segir Þórarinn.