Í dag verður norð­læg átt 8-15 metrar á sekúndu í dag, en hægari vindur um landið austan­vert. Dá­lítil væta suð­austan til framan af degi, og él fyrir norðan, en bjart með köflum suð­vestan­lands. Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast syðst. Þetta kemur fram ávef Veður­stofu Ís­lands.

„Seint í kvöld og nótt gengur úr­komu­bakki inn á norðan­vert landið. Hann liggur í svölu norðan­lofti, og mætti því ef til vill ætla að úr­koman félli öll sem snjór. Sjórinn er hins vegar enn til­tölu­lega hlýr á þessum tíma árs, svo úr­koman verður lík­lega slydda eða rigning víðast hvar við ströndina. Þegar komið er upp fyrir sjávar­mál má hins vegar búast við tals­verðri snjó­komu með til­heyrandi sam­göngu­truflunum,“ segir í hug­leiðingum Veður­fræðings.

Norðan 10-15 m/s og skúrir eða él norðan­lands á morgun, en yfir­leitt létt­skýjað sunnan heiða. Síð­degis lægir svo víða, og léttir til um landið norð­vestan­vert