Í dag er spáð bjart­viðri og hita víða á landinu og sam­kvæmt Veður­stofu Ís­lands gæti hiti farið upp í 23 gráður í Reykja­vík klukkan fjögur í dag. Búast má við að í­búar höfuð­borgar­svæðisins grípi gæsina og njóti blíðunnar á meðan færi gefst.

Hiti verður á bilinu 14 til 22 gráður Suður- og vestur­landi en svalara á Norð­austur- og Austur­landi þar sem hiti verður á bilinu 7 til 13 gráður.

Norð­austan­átt er í kortunum og getur orðið nokkuð hvass­viðri um landið norð­vestan­vert, en einnig suð­austan­lands. Dá­lítil rigning og skúrir á Austur­landi.

Allt að 17 stig á morgun

Á morgun er spáð 8 til 17 stiga hita, hlýjast norð­vestan­til á landinu. Búist er við norð­aust­lægri eða breyti­legri átt, 3 til 10 metra á sekúndu með súld eða lítils­háttar rigningu suð­vestan­lands en yfir­leitt létt­skýjað á Norður­landi.

Á mið­viku­dag er út­lit fyrir fremur hæga norðan­átt með björtu veðri, en stöku skúrum sunnan­lands