Innlent

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Von er á suðaustanstormi á Suðurlandi. Mikil hálka og takmarkað skyggni á Hellisheiði á morgun.

Hvasst verður undir Eyjafjöllum á morgun og stormur á Reykjanesbraut. Snjókoma eða skafrenningur á Hellisheiði með takmörkuðu skyggni.

Veðurstofa hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð frá og með hádegi á morgun fram til miðnættis.

Von er á suðaustanstormi eða roki á Suðurlandi, þar sem vindur getur farið í 18-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum með vindhviðum allt að 45 m/s. 

Þar er varasamt fyrir ökutæki sem viðkvæm eru fyrir vindi. Þá er einnig spáð suðaustanhríðarveðri á Suðurlandi, með suðaustan 18-23 m/s og snjókomu eða skafrenning á Hellisheiði og í Þrengslum með mjög takmörkuðu skyggi. Mikil hálka á vegum og vegfarendur hvattir til að fara varlega.

Í Faxaflóa er spáð suðaustanstormi eða roki, 18-25 m/s, hvassast á Kjalarnesi, við Hafrarfjall með vindhviður allt að 45 m/s. Einnig stormur á Reykjanesbraut. Varasamt ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindi.

Í Breiðafirði er spáð austanhríðarveðri, 15-23 m/s, snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni. Varasamt ferðaveður, að því sem fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Gul viðvörun hefur verið gefin út á morgun. Mynd/Skjáskot

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar er í fjórum litum og ákvarðast viðvörunarliturinn af mati sérfræðinga á áhrifum væntanlegs veðurs og líkum á því að spáin gangi eftir. Er gul viðvörun hefur verið gefin út getur veðrið haft nokkur eða staðbundin áhrif og valdið töfum, slysum eða tjóni ef aðgát er ekki höfð. Slík veður eru ekki óalgeng en krefjast árvekni við skipulagning atburða og í ferðum milli landshluta. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

Kjaramál

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Innlent

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Auglýsing

Nýjast

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Illviðri um allt land í dag

Óveðrið í dag stoppar strætóferðir

​ Hrifsaði síma af vegfaranda á Laugavegi

Auglýsing