Í dag, fyrri part dags, er spáð blautri úr­komu á lág­lendi og að að­stæður geti jafn­vel skapast fyrir frost­rigningu með flug­hálku. Fram kemur á vef Veður­stofunnar að fólk ætti að hafa varann á fram eftir degi.

Veður­spáin er annars þannig að fyrri­partinn er spáð úr­komu­bakka við suður- og vestur­ströndina með rigningu eða slyddu og sums staðar snjó­komu í fyrstu á lág­lendi. Hiti um og yfir frost­marki. Þannig mun snjóa ofur­lítið á Hellis­heiði, Mos­fells­heiði og á Snæ­fells­nesi.

Í öðrum lands­hlutum verður dá­lítil snjó­koma á víð og dreif og vægt frost.

Á morgun, sunnu­dag, er spáð meiri úr­komu. Á Suður- og Vestur­landi má enn reikna með því að úr­koman falli sem rigning eða slydda og hiti yfir­leitt yfir frost­marki á meðan úr­koman fellur sem snjó­koma annars staðar og á­fram hiti undir frost­marki. Segir hjá Veðurstofunni að þessu fylgi al­mennt fremur hægur vindur.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að vetrarfærð sé í öllum landshlutum en að þegar líður á daginn megi búast við flughálku á Vestur- og Suðvesturlandi og vegfarendur því beðnir um að sýna aðgát

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á mánu­dag:

Vaxandi aust­læg átt. 8-15 m/s síð­degis, slydda eða snjó­koma og frost 0 til 7 stig, en rigning og 1 til 6 stiga hiti SV-til.

Á þriðju­dag:

Snýst í norðan 10-18 með snjó­komu eða éljum, en styttir upp sunnan heiða. Hiti um eða undir frost­marki, en kólnar seinni­partinn.

Á mið­viku­dag (full­veldis­dagurinn):

Minnkandi norð­læg átt og bjart­viðri S- og V-lands, en dá­lítil él á NA- og A-landi. Frost víða 5 til 15 stig, kaldast í inn­sveitum.

Á fimmtu­dag:

Suð­austan­átt með snjó­komu um allt land, en síðar slyddu eða rigningu við S- og V-ströndina. Hlýnandi veður.

Á föstu­dag:

Vest­læg eða breyti­leg átt og dá­lítil él.