Veður

Spá allt að sautján gráðu frosti og snjókomu

Spáð er allt að sautján gráðu frosti í næstu viku og snjókomu.

Spáð er frost og snjókomu í vikunni. Fréttablaðið/Getty

Lægð frá Grænlandshafi er nú á austurleið yfir landið. Mun því vindur blása úr ýmsum áttum og nokkrar úrkomutegundir koma til greina í dag og á morgun. 

Suðlæg átt í fyrstu og úrkoma um vestanvert landið, einnig nyrst á landinu. Rigning eða súld suðvestantil snjókoma en snjókoma á Vestfjörðum og nyrst og hlýnar þar smámn saman með deiginum og skiptir því yfir í slyddu eða rigninu. Vestlægari vindur í kvöld og skúrir vestanlands en slydda eða rigning austantil.  

„Snýst svo í norðlæga átt í nótt og kólnar í veðri með éljum eða snjókomu, en drag myndast og vindur verður vestlægari sunnantil með slyddu eða rigninu. Ætli það sé ekki jafn lýsandi að taka þetta saman og segja bara rigning eða snjókoma með köflum,“ að því sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Á sunnudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s NA-til í fyrstu og él, annars hægari breytileg átt og skýjað með köflum. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. 

Á mánudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með snjókomu á köflum um land allt, en slydda eða rigning S-lands seinni partinn. Bætir í vind á Vestfjörðum um kvöldið. Frost 0 til 6 stig, en 0 til 4 stiga hiti við S-ströndina. 

Á þriðjudag:
Hægt minnkandi norðaustlæg átt og él um norðanvert landið, en austlægari S-til og víða snjókoma eða slydda. Kólnandi veður. 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og stöku él NA-lands og allra syðst, annars bjart með köflum. Herðir á frosti. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með snjókomu og síðar rigningu S-til, en þurrt annarstaðar. Hlýnar í veðri.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Vetrarfærð og slæm hálka

Veður

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Veður

Kalt og slæm færð í dag

Auglýsing

Nýjast

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Auglýsing