Sam­­kvæmt nýrr­­i rann­­sókn sér­­­fræð­­ing­­a í um­­hverf­­is­­mál­­um er út­l­it fyr­­ir að hit­­a­b­ylgj­­u­d­ag­­ar á Spáni verð­­i tvö­f­alt fleir­­i en nú er á inn­­an við 30 árum. Út­lit er fyr­­ir að styrk­­ur, tíðn­­i, lengt og á­hr­if hit­­a­b­ylgj­­a muni auk­­ast mik­­ið á næst­­u ár­­a­t­ug­­um sam­­kvæmt rann­­sókn­­inn­­i en nið­­ur­­stöð­­ur henn­­ar voru birt­­ar í vís­­ind­­a­­rit­­in­­u At­mosph­­er­­ic Res­­e­­arch.

„Ver­st­­u sumr­­­in hing­­­að til verð­­­a eðl­­­i­­­legt fyr­­­ir barn­­­a­b­­örn­­­um okk­­­ar og meir­­­a að segj­­­a svöl fyr­­­ir börn­­­um þeirr­­­a,“ seg­­­ir Ru­b­­én Del Camp­­­o, tals­m­­að­­­ur spænsk­­­u veð­­­ur­­­stof­­­unn­­­ar Aem­­­et við spænsk­­a dag­bl­að­­ið El País. Í borg­­­inn­­­i Cór­d­­ob­­­a þar sem hitamet var slegið árið 2017 er hitinn fór upp í 46,9 gráð­­­ur, verð­­­a fimm dag­­­ar á ári þar sem hit­­­inn fer upp 47 eða 48 gráð­­­ur.

Börn sting­a sér til sunds í hit­a­bylgj­u í Sev­ill­a árið 2015.
Fréttablaðið/AFP

Í Sev­­ill­­a mun hitinn ná 46 til 47 gráð­­um. Þett­­a eru hit­­a­t­öl­­ur sem sjást eink­­um í lönd­­um á borð við Írak, Sádi-Arab­­í­­u og Pak­­ist­­an. Vís­­ind­­a­­menn ótt­­ast að hit­­inn gæti far­­ið í 50 gráð­­ur þeg­­ar verst læt­­ur.

Þrjár kon­ur kæla sig nið­ur á bekk í Sev­ill­a í hit­a­bylgj­u árið 2011.
Fréttablaðið/AFP