Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga í umhverfismálum er útlit fyrir að hitabylgjudagar á Spáni verði tvöfalt fleiri en nú er á innan við 30 árum. Útlit er fyrir að styrkur, tíðni, lengt og áhrif hitabylgja muni aukast mikið á næstu áratugum samkvæmt rannsókninni en niðurstöður hennar voru birtar í vísindaritinu Atmospheric Research.
„Verstu sumrin hingað til verða eðlilegt fyrir barnabörnum okkar og meira að segja svöl fyrir börnum þeirra,“ segir Rubén Del Campo, talsmaður spænsku veðurstofunnar Aemet við spænska dagblaðið El País. Í borginni Córdoba þar sem hitamet var slegið árið 2017 er hitinn fór upp í 46,9 gráður, verða fimm dagar á ári þar sem hitinn fer upp 47 eða 48 gráður.

Í Sevilla mun hitinn ná 46 til 47 gráðum. Þetta eru hitatölur sem sjást einkum í löndum á borð við Írak, Sádi-Arabíu og Pakistan. Vísindamenn óttast að hitinn gæti farið í 50 gráður þegar verst lætur.
