Mjög hlýtt loft streymir nú yfir landið og gæti hiti náð allt að 24 stigum norð­austan­lands. Dá­lítið væta er í kortunum sunnan- og vestan­lands en bjart með köflum á Norð­austur­landi. Hvessir heldur á landinu seinni partinn og bætir í rigningu á vestur­helmingi landsins.

Vara­söm vatna­vexti

Í hug­leiðingum veður­fræðings segir að mikið hafi rignt á sunnan- og vestan­verðu landinu síðast­liðinn sólar­hring og rignir á­fram. Vatns­hæð hefur því hækkað í ám og lækjum og líkur á grjót­hruni og skriðum aukist.

„Vöð á há­lendinu geta verið vara­söm eða ill­fær og eru ferða­menn á svæðinu beðnir að hafa það í huga,“ í­trekar veður­fræðingur.

Á morgun er spáð sunnan 8 til 13 metrum á sekúndu og rigningu á vestan­verðu landinu, en mun hægara og bjart­viðri eystra. Hiti víða 10 til 16 stig, en yfir 20 stig norð­austan til.